Sviknir um peningagjafir

Talið er að um sjö þúsund manns hafi mætt til …
Talið er að um sjö þúsund manns hafi mætt til að fá peninga að gjöf í París í dag Reuters

Þúsundir Frakka konu saman í nágrenni Eiffel turnsins í París dag þar sem fyrirtæki hafði heitið því að gefa fullt af peningum til þeirra sem myndu mæta á svæðið. Þegar ekkert varð af peningagjöfinni varð allt vitlaust og lét mannfjöldinn reiði sína bitna á ökutækjum og öðru því sem fyrir varð.

Um sjö þúsund manns voru á staðnum en netfyrirtækið Rentabiliweb hafði heitið því að gefa fólki 40 þúsund evrur, 7,5 milljónir króna, ef það mætti á staðinn.

Lögregla handtók tíu manns og níu eru enn í haldi lögreglu sem setti upp járngirðingar til þess að reyna að halda reiðu fólki í skefjum. Fólk lét það hins vegar ekki stöðva sig og ungmenni köstuðu grjóti og öðru lauslegu í lögreglu.  

Að sögn lögreglu óskaði hún eftir því að fyrirtækið hætti við að gefa peningana þegar í ljós kom hversu margir höfðu tekið áskoruninni. Taldi lögregla að ástandið væri orðið alvarlegt og um leið hættulegt en gríðarlegar tafir voru á umferð um svæðið.

„Við gerðum okkur grein fyrir því að það yrði erfitt að tryggja öryggi," segir Jean-Baptiste Descroix-Vernier,stjórnarformaður fyrirtækisins sem einnig rekur vefinn Mailorama.fr.

„Því ákvað ég að afboða peningagjöfina að svo stöddu," segir hann og bætti við að peningarnir myndu renna til góðgerðarmála. 

Franska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leggja fram formlega kvörtun yfir tiltæki fyrirtækisins.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup