Sviknir um peningagjafir

Talið er að um sjö þúsund manns hafi mætt til …
Talið er að um sjö þúsund manns hafi mætt til að fá peninga að gjöf í París í dag Reuters

Þúsund­ir Frakka konu sam­an í ná­grenni Eif­fel turns­ins í Par­ís dag þar sem fyr­ir­tæki hafði heitið því að gefa fullt af pen­ing­um til þeirra sem myndu mæta á svæðið. Þegar ekk­ert varð af pen­inga­gjöf­inni varð allt vit­laust og lét mann­fjöld­inn reiði sína bitna á öku­tækj­um og öðru því sem fyr­ir varð.

Um sjö þúsund manns voru á staðnum en net­fyr­ir­tækið Renta­biliweb hafði heitið því að gefa fólki 40 þúsund evr­ur, 7,5 millj­ón­ir króna, ef það mætti á staðinn.

Lög­regla hand­tók tíu manns og níu eru enn í haldi lög­reglu sem setti upp járn­g­irðing­ar til þess að reyna að halda reiðu fólki í skefj­um. Fólk lét það hins veg­ar ekki stöðva sig og ung­menni köstuðu grjóti og öðru laus­legu í lög­reglu.  

Að sögn lög­reglu óskaði hún eft­ir því að fyr­ir­tækið hætti við að gefa pen­ing­ana þegar í ljós kom hversu marg­ir höfðu tekið áskor­un­inni. Taldi lög­regla að ástandið væri orðið al­var­legt og um leið hættu­legt en gríðarleg­ar taf­ir voru á um­ferð um svæðið.

„Við gerðum okk­ur grein fyr­ir því að það yrði erfitt að tryggja ör­yggi," seg­ir Jean-Baptiste Descroix-Vernier,stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins sem einnig rek­ur vef­inn Mail­orama.fr.

„Því ákvað ég að afboða pen­inga­gjöf­ina að svo stöddu," seg­ir hann og bætti við að pen­ing­arn­ir myndu renna til góðgerðar­mála. 

Franska inn­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur ákveðið að leggja fram form­lega kvört­un yfir til­tæki fyr­ir­tæk­is­ins.

Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga samræður við fjölskyldumeðlim um hvernig eigi að draga ákveðið mál fram í dagsljósið. Best er að allir viti hvað um er að vera, því þá geta allir lagst á eitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell