Heimsendamyndin 2012 var vinsælsta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina en hún þénaði 65 milljónir dala. Hún hefur þénað 225 milljónir dala á heimsvísu.
John Cusack, Danny Glover, Thandie Newton, Chiwetel Ejiofor og Woody Harrelson fara með aðhlutverkin í myndinni, sem er í leikstjórn Roland Emmerich. Hann er fyrir löngu orðin sérfræðingur í gerð slíkra mynda, en hann hefur m.a. gert Independence Day og The Day After Tomorrow.
A Christmas Carol, með Jim Carrey í aðalhlutverki, féll niður í annað sætið, en hún þénaði 22,3 milljónir dala.