París bannar buxur kvenna

Konur mega strangt til tekið ekki ganga í buxum í París. Komið hefur í ljós að sögn Jyllandsposten að reglur sem settar voru árið 1800 af lögreglustjóra Parísar innihalda meðal annars ákvæði af þessu tagi og reglurnar eru enn í gildi.

 Tekið er fram að vilji konur ganga í sams konar fötum og karlar verði þær að fá til þess leyfi hjá lögreglunni. Nokkuð var slakað á reglunum 1892, þá var konum leyft að vera í buxum ef þær voru á hestbaki og 1909 fengu þær að nota slíka flík ef þær voru á reiðhjóli. En margar tilraunir til að fá reglurnar afnumdar með öllu hafa ávallt runnið út í sandinn.

 1969 bað borgarstjórnin þáverandi lögreglustjóra um að fleygja reglununum í ruslafötuna. En hann neitaði. ,,Það er ekki skynsamlegt að breyta textanum þar sem bæði fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar breytingar geta orðið á tískunni," sagði hann. Athygli hefur verið vakin á því að allar konur í Parísarlögreglunni brjóta reglurnar, þær ganga í buxum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir