Vilja kvikmynda bækur Sindra Freyssonar

Sindri Freysson rithöfundur
Sindri Freysson rithöfundur mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Felix Film í Stokkhólmi hefur gert tilboð í kvikmyndaréttinn á tveimur skáldsögum Sindra Freyssonar, Flóttanum og Dóttur mæðra minna sem er nýkomin út. Viðræður eru nú á lokastigi og er reiknað með að gengið verði endanlega frá samningum á næstunni, samkvæmt fréttatilkynningu.

Felix Film er í eigu kvikmyndagerðarmannanna Helga Felixsonar og Titti Johnson og hefur um árabil framleitt heimildarmyndir frá öllum heimshornum. Nýjasta mynd Helga, Guð blessi Ísland, um hrunið og afleiðingar þess, hefur vakið mikla athygli og umtal og verður sýnd í mörgum helstu sjónvarpsstöðvum Evrópu. Flóttinn og Dóttir mæðra minna yrðu hins vegar fyrstu leiknu verkefni Felix Film og miklu meiri að umfangi en fyrri myndir þeirra, að því er segir í fréttatilkynningu frá Veröld sem gefur bækur Sindra út.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir