Gríðarlegur áhugi á vampírumynd

Kristen Stewart og Robert Pattinson í New Moon.
Kristen Stewart og Robert Pattinson í New Moon.

Myndin New Moon, sem er framhald vampýrumyndarinnar Twilight, rakaði inn fé í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Námu tekjur af sýningu myndarinnar 140,7 milljónum dala, jafnvirði 17,5 milljarða króna.

Er myndin komin í hóp örfárra kvikmynda, sem hafa aflað yfir 100 milljóna dala tekna á einni helgi. Eins og í fyrri myndinni leika Kristen Stewart og Robert Pattinson aðalhlutverkin. 

Næstvinsælasta myndin, The Blind Side, með Söndru Bullock í aðalhlutverki, aflaði 34,5 milljóna dala tekna. Hamfaramyndin 2012 var í 3. sæti og í fjórða sæti var myndin Planet 51. 

Tölvuteiknimyndin Jólasaga var í 5. sæti og í næstu sætum voru Precious, The Men Who Stare at Goats, Couples Retreat, The Fourth Kind og Law Abiding Citizen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar