Varð pabbi úti í geimnum

Randolph Bresnik.
Randolph Bresnik. Reuters

Bandarískur geimfari, sem er um borð í alþjóðlegu geimstöðinni, eignaðist dóttur í nótt. Þetta er í annað skipti sem geimfarar verða feður úti í geimnum.

Randolph Bresnik, 42 ára gamall Bandaríkjamaður, sem er í fyrstu geimferð sinni, var vakinn í morgun með laginu Butterfly Kisses, sem Rebecca kona hans hafði sérstaklega valið. Bresnik fékk síðan þær fréttir að Rebecca hefði í nótt eignast stúlku, sem fengið hefur nafnið Rebecca. Fyrir eiga þau hjón þriggja ára dreng, sem þau ættleiddu frá Úkraínu.

Bresnik er væntanlegur aftur til jarðar á föstudag eftir 11 sólarhringa geimferð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar