Keypti bifreið Hitlers

Adolf Hitler.
Adolf Hitler.

Ónafngreindur rússneskur milljarðamæringur á að hafa keypt Mercedes Bens bifreið Adolfs Hitlers á nokkrar milljónir evra, samkvæmt frétt dagblaðs í Köln.

Bílasalinn Michael Fröhlichs segir að fulltrúi rússneska milljarðamæringsins hafi haft samband og forvitnast um örlög Mercedes 770K sem Hitler notaði.

Eftir nokkurra vikna leit hafi komið í ljós að bifreiðin var seld til Austurríkis eftir síðari heimstyrjöldina og verið komið fyrir á bílasafni í einkaeigu . Safnið hafi hins verið selt og annar bílasafnari hafi keypt bifreiðina.

Á rússneski milljarðamæringurinn að hafa komið til Þýskalands með einkaþotu á föstudag til þess að ganga frá kaupum á bifreiðinni og öllum fornbílum í eigu safnarans. Mun hann hafa greitt 4-10 milljónir evra fyrir bifreið Hitlers.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar