Kynlífið reið honum nánast að fullu

Hugh Hefner
Hugh Hefner Reuters

Kynlífið varð Hugh Hefner, útgefanda Playboy tímaritsins, nánast að aldurtila einu sinni, að eigin sögn. Hefner, sem er 83 ára að aldri, er um þessar mundir í ástarsambandi við  Crystal Harris og tvíburasysturnar Karissa og Kristina Shannon. Hann viðurkennir að aldurinn sé farinn að segja til sín. Meðal annars þurfi hann margoft að fara á klósettið á næturlagi.

Hann segir að það sem hann hafi komist næst því að deyja var þegar hann að stunda kynlíf með fjórum stúlkum og gleypti næstum því eitt kynlífsleikfanganna.

Hefner segist helst vilja dvelja sem mest í rúminu og dunda sér við ýmislegt. Hann segist ekki halda matarboð enda borði hann í rúminu. Hann slaki á í rúminu meðal annars með því að glápa á kvikmyndir með vinkonum sínum. Ef hann þurfi að klæða sig upp á þá fari hann í náttföt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup