Susan Boyle rifin út

Í fyrradag hófst loks sala á plötu Susan Boyle, sem margir hafa beðið með mikilli óþreyju. Susan Boyle vann sem kunnugt er hugi og hjörtu umheimsins með þátttöku sinni í sjónvarpsþættinum Britain's got Talent fyrr á árinu og vakti mikið umtal í kjölfarið.

Danska blaðið Berlingske Tidende fullyrðir að í netversluninni amazon.com hafi aldrei áður sést jafn svimandi tölur í fyrirframpöntunum, en amazon hefur ekki gefið upp hve margir höfðu pantað plötuna áður en hún kom út.

Bresku blöðin spá plötunni, sem heitir I Dreamed a Dream, metsölu og Telegraph sagði frá því í gær að þar í landi væri búist við því að um 150 þúsund plötur myndu seljast fyrsta daginn.

Þar kemur fram að í plötuverslunum HMV hafi salan strax rokið í þann fjölda sem flestar vinsælustu plöturnar ná á viku. Hjá HMV var sömu sögu að segja og á amazon.com, þar hafði ekki annað eins sést í fyrirframpöntunum áður en platan kom út.

Í Bandaríkjunum er Susan Boyle-æðið engu minna og búist er við því að platan verði metsöluplata þar eins og austan hafsins. Vestra er nú verið að gera stóran sjónvarpsþátt um Susan Boyle sem frumsýndur verður 13. desember.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Susan Boyle.
Susan Boyle. reuters
Susan Boyle
Susan Boyle reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir