McCartney segir nýja plötu afturhvarf til Bítlanna

Paul McCartney í góðum gír á tónleikunum á CitiField í …
Paul McCartney í góðum gír á tónleikunum á CitiField í New York í júlí sl. reuters

Paul McCartney segir nýju plötu sína, sem hann kynnti á krá í London í  gær, vera nokkurs konar afturhvarf til gömlu félaga sinna í Bítlunum bresku.

McCartney sagði að lögin á nýju plötunni væru hans leið til að halda sambandi við George Harrison og John Lennon, svo og látna eiginkonu sína Lindu.

Ennfremur væru tónleikar hans viss virðingarvottur við John og George og Lindu sem lést úr brjóstakrabba árið 1998.

„Mér líkar þetta vel, þetta er frábært. Á sinn hátt er ég að hverfa aftur til þeirra. Ég hugsa til George . . . og hið sama er að segja um John og Lindu.  Á sinn hátt er maður í einhvers konar sambandi við þau aftur.

Því fylgir tregi, og tilfinningar,“ sagði Paul McCartney.

Hann sagði  lag sem hann nefnir „Here Today“ vera skrifað um  Lennon og það tæki á að flytja það. Það framkallaði tár og sorg í huga sér.  „Það er ágætt, þetta hefði ég ekki getað þegar ég var 18 ára, ég hefði aldrei leyft mér að gráta þá eða vera nærri því. Núna er það í lagi, ég er orðinn vanur því,“ sagði hann.

George Harrison lést úr lungnakrabba árið 2001 og John Lennon var myrtur í New York árið 1980.

Hin nýja plata McCartney kemur út í Bretlandi 7. desember næstkomandi. Á henni verður tónlist frá þriggja daga tónleikum hans frá í júlí í sumar á íþróttaleikvangi í New York, hinum sama og Bítlarnir héldu tónleika á árið 1965.


Frá einum af þremur tónleikum McCartney á CitiField í New …
Frá einum af þremur tónleikum McCartney á CitiField í New York í júlí sl. reuters
McCartney og félagar spiluðu upp á svölum Ed Sullivan leikhússins …
McCartney og félagar spiluðu upp á svölum Ed Sullivan leikhússins á Broadway en þar kom Paul fram í þætti David Lettermans. reuters
McCartney þreytist ekki á tónleikahaldi þótt nær sjötugu sé kominn.
McCartney þreytist ekki á tónleikahaldi þótt nær sjötugu sé kominn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir