Skæluskjóða er meðal þeirra nýyrða sem eru í nýrri útgáfu petrísk-íslenskrar orðabókar sem sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, gefur út í dag.
Um er að ræða 31. útgáfu þessarar sérstöku orðabókar, þar sem Pétur kemur með skemmtileg nýyrði yfir algeng orð í umræðunni.
Skæluskjóða þýðir upplýsingafulltrúi og meðal annarra nýyrða er túrtappi, eða lágvaxinn alkóhólisti. Í bókinni eru á annað þúsund orð, þar af um 70 nýyrði frá síðustu útgáfu.