Besta gítarsóló allra tíma var valið nýlega af yfir fimm þúsund lesendum tónlistarsíðunnar MusicRadar.com.
Það var gítarsóló Jimi Hendrix í „Voodoo Child (Slight Return)“ sem bar sigur úr býtum.
Í öðru sæti lenti „Sweet Child O'Mine“ með Guns N' Roses, en það var í fyrsta sæti þegar sams konar kosning fór fram fyrir fimm árum. „Whole Lotta Love“ með Led Zeppelin lenti í þriðja sæti.
Aðeins tvö lög frá þessum áratug komust á topp tuttugu-listann; lagið „Plug In Baby“ með Muse, frá 2001, komst í ellefta sæti og „Seven Nation Army“ með The White Stripes í fimmtánda, en það er frá 2003.