Kylie Minogue samdi við Gyðju Collection

Kylie Minogue
Kylie Minogue Luke Macgregor

Íslenska fylgihlutalínan Gyðja Collection og ástralska söngkonan Kylie Minogue hafa gert samning um að stjarnan muni klæðist skóm og beltum úr línunni á tónleikaferðalagi um heiminn á næsta ári, ásamt því að bera töskur frá merkinu.

Að auki verða tónleikarnir gefnir út á DVD disk og verður Kylie einnig klædd í línuna á forsíðu hulstursins. Stílisti stjörnunnar hitti forsvarsmenn Gyðju á fundi í París á dögunum þar sem skrifað var undir samninga en hann fór þangað til að gera samninga um fatnað söngkonunnar á röð tónleika sem verða um 10 talsins á næsta ári. Af fatnaði urðu merki á borð við Dior og Oscar de la Renta fyrir valinu sem hún mun klæðast með íslensku fylgihlutunum frá Gyðju.

„Eftir að Kylie og stílistinn hennar sáu bækling frá okkur, höfðu þau samband og lýstu yfir áhuga sínum á fylgihlutunum og hönnuninni.  Örfáum dögum seinna var haldinn fundur í París þar sem öll smáatriði voru rædd," segir Sigrún Lilja í Gyðju. Tónleikaferðalagið hefst í febrúar nk. og heldur Kylie tíu tónleika.

Kylie Minogue var daglegur gestur á sjónvarpsskjám landsmanna þegar hún lék Charlene í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum. En hún hætti þar til að hefja söngferil og er hún í dag ein vinsælasta söngkona heims. Kylie hefur áður sýnt Íslendingum áhuga en Emilíana Torrini samdi með henni lagið Slow, sem var gefið út árið 2003.

Heimasíða Gyðju

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir