Woods flúði reiða eiginkonu

Tiger Woods og Elin Nordegren í október sl.
Tiger Woods og Elin Nordegren í október sl. Reuters

Fullyrt er í bandarískum og breskum fjölmiðlum, að kylfingurinn Tiger Woods hafi verið að flýja reiði eiginkonu sinnar þegar hann settist inn í bíl sinn á aðfaranótt föstudags og ók fyrst á brunahana og síðan á tré. 

Woods lokaðist inni í bílnum, nýjum  Cadillac Escalade, og þurfti eiginkonan, Elin Nordegren, að brjóta rúðu á bílnum með golfkylfu, til að losa Woods. Lögregla og sjúkralið kom á staðinn og var Woods fluttur á sjúkrahús með skrámur í andliti. Lögreglan segir, að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis en kringumstæðurnar hafi verið óvenjulegar.

Fram kemur í breska blaðinu Sunday Times, að vangaveltur hafi verið um það undanfarið, að erfiðleikar væru í hjónabandi Woods, sem er 33 ára, og Nordegren, sem er 29 ára, Í nýlegri grein í slúðurblaðinu National Enquirer var Woods bendlaður við Rachel Uchitel, 34 ára gamla konu sem starfar á næturklúbbi. Mark Steinberg, fjölmiðlafulltrúi Woods, vísaði þessum fréttum á bug um helgina og Uchitel, sem hefur verið umsetin fréttamönnum síðustu daga, sagði einnig að þessar fréttir væri algerlega rangar.

Blaðið segist hins vegar standa við greinina og segir að Woods og Uchitel hafi verið saman nýlega í Ástralíu þar sem Woods tók þátt í golfmóti.  

Slúðurfréttavefurinn TMZ segir, að Nordegren hafi viljað ræða við mann sinn um þessar fréttir aðfaranótt föstudagsins. Þau hafi lent í hörðum deilum og á endanum hafi Woods lagt á flótta í bíl sínum. Nordegreen hafi elt bílinn með reidda golfkylfu og barið bílinn utan með kylfunni. 

Tilkynnt var til lögreglu um óhappið klukkan 2:29 að staðartíma aðfaranótt föstudags. Var Woods þá sagður meðvitundarlaus.  Fimm mínútum síðar kom önnur tilkynning þar sem sagði að Woods andaði. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum. 

Woods og Nordegen giftu sig árið 2004. Þau eiga tvö börn, 2 ára stúlku og hálfs árs gamlan dreng.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup