Nasistasöngur vakti litla lukku

Pete Doherty.
Pete Doherty. Reuters

Breski tónlistarmaðurinn Pete Doherty var púaður niður þegar hann söng nasistasönginn Deutschland, Deutschland über alles á tónleikum í München um helgina.

Doherty kom fram á on3 tónlistarhátíðinni um helgina.  Hann hóf að syngja þýska þjóðsönginn og söng þá fyrsta versið í ljóðinu  Deutschlandlied  en þær ljóðlínur voru sungnar meðan á valdatíma nasista stóð. Hinn opinberi þýski þjóðsöngur er hins vegar þriðja vers ljóðsins en fyrsta versið er almennt ekki sungið opinberlega.

Áheyrendur púuðu og hrópuðu á Doherty en hann hætti ekki fyrr en tónleikarahaldarar komu á sviðið og fjarlægðu söngvarann. Ríkisútvarp Bæjaralands stóð fyrir tónleikunum og sendi þá út beint.

Peter Doherty, sem er þrítugur að aldri og aðalsöngvari sveitarinnar Babyshambles, hefur oft komist í fréttir fyrir annað en tónlistarhæfileika, aðallega þó fíkniefnaneyslu og önnur lögbrot henni tengd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson