Tekur á að eiga fjögur börn

Hjónin Seal og Heidi Klum.
Hjónin Seal og Heidi Klum. AP

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum viðurkennir að það taki á að eiga fjögur börn. Klum og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Seal, eignuðust dótturina Lou í síðasta mánuði. Klum segir flókið að venjast breyttum aðstæðum þar sem nýi fjölskyldumeðlimurinn krefjist allan hennar tíma og athygli.

„Auðvitað er þetta allt frekar flókið fyrir mig í augnablikinu, því Leni Henry og Johan, vilja eðlilega halda sínu striki og gera allt það sama með mömmu sinni og pabba. Þau hafa engan áhuga á þeirri staðreynd að ég er nýbúin að eignast ungabarn. Okkar Seal bíður mikil vinna og við verðum að skipta því öllu á milli okkar. En þetta er frábært! Við erum einstaklega hamingjusöm og fjölskyldan gefur mér svo mikið,“ sagði Klum nýlega í viðtali við þýska tímaritið Gala.

„Á núverandi tímapunkti þarf Lou mjög mikið á mér að halda. Ekki aðeins út af brjóstagjöfinni heldur einnig af því að hún þarf að vera nálægt móður sinni. Hún mun sofa inni í svefnherbergi okkar hjóna í ár - alveg eins og systkini hennar gerðu. Það er auðveldara á næturnar ef hún er svöng.“


Fram kemur í tímaritinu að Klum haldi hinum börnum sínum ánægður með því að tryggja að þau hafi nóg fyrir stafni. Dóttirin Leni er fimm ára, en synirnir Henri fjögurra ára og Johan þriggja ára.

Skoða má myndir af Klum og Seal með börnum þeirra á opinberum vef söngvarans á slóðinni: www.seal.com


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup