10.000 gestur Harrys og Heimis hylltur

Hinn heppni leikhúsgestur Jón Torfason ásamt Erni, Sigurði og Karli …
Hinn heppni leikhúsgestur Jón Torfason ásamt Erni, Sigurði og Karli Ágústi á sviðið Borgarleikhússins í kvöld. Morgunblaðið/Ómar

Óvæntur atburður varð á sýningu Harrys og Heimis í Borgarleikhúsinu þegar sæti eins áhorfandans byrjaði að hristast skömmu eftir hlé leikritsins. Maðurinn sem þar sat, Jón Torfason, reyndist vera 10.000 gestur sýningarinnar og var hann hylltur með gjöfum frá leikhúsinu af því tilefni.

Sýningin á Harry og Heimi í kvöld var sú fimmtugasta sem haldin er fyrir fullu húsi og hefur leikritið því heldur betur slegið í gegn. Ekkert lát er heldur á vinsældunum því 80 sýningar til viðbótar eru uppseldar og bið eftir lausum sætum fram í febrúar.

Að sögn Borgarleikhússins er leikgleðin á sviðinu slík að hver sýning af Harry og Heimi er eins og frumsýning. Sjálfir segjast þeir spaugarar Karl Ágúst, Örn Arnarson og Siggi Sigurjóns vera afar sáttir. „ Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í og áttum ekki von á þessu gríðarlega góðu viðtökum.“

Ævintýrið er langt frá því að vera á enda að sögn Borgarleikhússins því stákarnir segjast munu sýna svo lengi sem fólk vill koma. Það er því spurning hvort Harry og Heimir verði á fjölum Borgarleikhúsins næstu árin því það eru að vaxa upp nýjar kynslóðir sem vilja örugglega kynnast þessum sprengfyndnu spæjurum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar