Suri má klæðast háhæluðum skóm

Suri ásamt foreldrum sínum, leikaraparinu Katie Holmes og Tom Cruice.
Suri ásamt foreldrum sínum, leikaraparinu Katie Holmes og Tom Cruice. Reuters

Leikkonan Katie Holmes ver nú þá ákvörðun sína að leyfa þriggja ára dóttur sinni, Suri, að klæðast háhæluðum skóm

Að sögn Holmes eru skórnir ekki óhollir fyrir fætur dóttur hennar, sem hún á með leikaranum Tom Cruice. Segir hún skóna styðja vel við fætur dóttur sinnar og að hún sjái ekkert rangt í því að leyfa dóttur sinni að herma eftir sér í hátískufata- og skóvali. 

„Hún er eins og allar litlar stúlkur, afar hrifin af háum hælum,“ segir Holmes og bætir við að um sé að ræða dansskó fyrir litlar stúlkur. „Ég fann þá handa henni og hún kolféll strax fyrir þeim.“

Haft hefur verið eftir Tom Cruice að Suri hafi miklar skoðanir á því sem klæðist, jafnt fötum sem skóm. „Um daginn þá sýndi Katie henni gyllta strigaskó og hélt að henni myndi kannski líka þeir, en hún horfði bara á þá og sagði: Æi, mamma. Þeir eru sætir en þetta eru strákaskór,“ segir Cruice og bætir við: „Hún er indæl, en hún hefur mjög ákveðnar skoðanir - alveg eins og mamma sín.“

Nýverið kom fram að Katie Holmes eyðir 25 þúsund bandaríkjadölum eða sem samsvarar rúmum þremur milljónum íslenskra króna í föt og skó handa Suri í mánuði hverjum. Hún mun víst hafa einsett sér að Suri verði „best klædda barnið í Hollywood.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir