U2 spila á Glastonbury-hátíðinni

The Edge og Bono á tónleikum sveitarinnar nýverið.
The Edge og Bono á tónleikum sveitarinnar nýverið. Reuters

Bono, söngvari írsku rokksveitarinnar U2, segir að hljómsveitin sé full auðmýktar og hlakki jafnframt til að fá að leika á Glastonbury-hátíðinni á næsta ári. Þá fagnar hátíðin 40 ára afmæli.

U2 verður stærsta númerið á hátíðinni í Somerset þann 25. júní nk.

„Allir í hljómsveitinni eru fullir tilhlökkunar,“ sagði Bono í samtali við breska ríkisútvarpið. Þetta verða fyrstu tónleikar U2 á tónlistarhátíð í aldarfjórðung. Á sama tíma verður sveitin á hljómleikaferðalagi í Bandaríkjunum, en hún mun fljúga sérstaklega yfir Atlantshafið til að koma fram á Glastonbury-hátíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar