Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Rauðu trúðanefin hafa að undanförnu verið seld á 800 kr. til styrktar verkefnum UNICEF. Nefin fást í verslunum Bónuss og Hagkaups um land allt, Kjarval-Klaustri og í sérverslunum Te & kaffi. Sem dæmi getur UNICEF bólusett 40 börn gegn mislingum fyrir andvirði eins nefs og varið þau þannig gegn þessum lífshættulega sjúkdómi, samkvæmt fréttatilkynningu frá UNICEF.
Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í hlaupinu, samkvæmt fréttatilkynningu.