Íslandsvinur sem treystir ekki konum

Rapparinn 50 cent
Rapparinn 50 cent Reuters

Rapparinn 50 Cent segist ekki geta átt unnustu þar sem hann treysti ekki konum. Hann hlýtur að teljast meðal Íslandsvina en hann kom fram í fertugsafmæli Björgólfs Thors Björgólfssonar á Jamaíka á sínum tíma. Rapparinn er ókvæntur en hann á son með fyrrum unnustu sinni. Auðævi 50 Cent eru metin á 440 milljónir Bandaríkjadala.

Hann er sannfærður um að konur séu ekki á eftir neinu öðru en peningum hans. „Ég er einn og hef ekki átt unnustu í talsverðan tíma. Það er erfitt fyrir mig að treysta konum. Menn laðast að fögrum konum. Konur laðast að karlmönnum sem bjóða upp á öryggi - fjárhagslegt öryggi. Og ef þú átt peninga og ert frægur þá finnst konum það kynþokkafullt."

Shaniqua Tompkins, fyrrum unnusta 50 Cent og barnsmóðir hans, krafðist 50 milljón dala af rapparanum þegar þau slitu samvistum en hún sagði að hann hafi heitið því að sjá fyrir henni fjárhagslega. Hún féll síðar frá málshöfðuninni en hann segir að í kjölfarið hafi hann misst trúna á konum. 

Í viðtali við þýska blaðið Bild segir hann að karlmenn viti aldrei hvað konur vilji. Margir gangi í hjónaband án þess að vita hver sé sannleikurinn á bak við aðdráttaraflið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir