Hélt að hún væri rosalega fræg

Peter Sarsgaard og Maggie Gyllenhaal.
Peter Sarsgaard og Maggie Gyllenhaal. Reuters

Leikkonan Maggie Gyllenhaal hélt um stund að hún væri orðin alveg rosalega fræg þegar ljósmyndarar eltu hana á röndum.  Í ljós kom að þeir voru ekki að eltast við hana heldur Tom Cruise.

Maggie Gyllenhaal , sem meðal annars lék í Dark Knight, og eiginmaður hennar Peter Sarsgaard eru vön því að geta farið allra ferða sinna í New York án þess að vekja athygli. Þau voru því mjög hissa þegar tugir ljósmyndara tróðust inn á kaffihús þar sem þau sátu í rólegheitum.

Hún segir í samtali við vefinn E! Online að hún hafi sagt við eiginmanninn: 'Peter, oh Guð minn góður þeir eru  á eftir okkur. Þeir eru að elta okkur. Við erum svo mikilvæg." Hins vegar kom fljótlega í ljós að það voru hjónin  Katie Holmes og Tom Cruise sem ljósmyndararnir voru á höttunum eftir en þau búa við götuna þar sem kaffihúsið er. Ljósmyndararnir nýttu sér þráðlaust net á kaffihúsinu til þess að hlaða niður myndum af húsi þeirra þar sem það var kalt í veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar