Rödd tónlistarmannsins Bob Dylan mun óma í Kaupmannahöfn næstu daga en lag hans, A Hard Rain's A Gonna Fall, hefur verið valið lag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Lagið flutti Dylan fyrst árið 1962 á hátindi kalda stríðsins. Fjallar lagið um ótta kynslóðar sem elst upp við kjarnorkuvá.
Þykir lagið nú geta táknað ótta kynslóðar sem óttast þá umhverfisvá sem blasir við.
Hér er hægt að hlusta á lag Dylans á YouTube