Íslenski sendiherrabústaðurinn í Berlín fékk átta síðna umfjöllun í bókinni Salons der Diplomatie sem kom nýverið út hjá útgáfufyrirtækinu DOM Publishers í Berlín.
Það var arkitektastofan Arkitektar Hjördís & Dennis við Klapparstíg sem hannaði bústaðinn, sem fékk fyrstu verðlaun í opinni arkitektasamkeppni árið 2003.
Áður hafði birst sex síðna umfjöllun um bústaðinn í hinu virta þýska fagtímariti Md moebel interior design þar sem farið er lofsamlegum orðum um arkitektúr byggingarinnar og hönnun inréttinganna.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.