Forseti Serbíu sektaður fyrir fagnaðarlæti

Boris Tadic, forseti Serbíu.
Boris Tadic, forseti Serbíu. Reuters

Dómstóll í Serbíu hefur sektað Boris Tadic, forseta landsins um 400 evrur, jafnvirði 74 þúsund króna, fyrir að opna kampavínsflösku í viðhafnarstúku á knattspyrnuleikvangi í Belgrad til að fagna því að serbneska landsliðið komst í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku á næsta ári.

Tadic játaði brot sitt greiðlega en hann gladdist mjög eins og aðrir áhorfendur sem sáu Serba sigra Rúmena 5:0 í október og tryggja sér þar með farseðlana til Suður-Afríku.

Íþróttamálaráðherra Serbíu og formaður knattspyrnusambands landsins voru líka sektaðir.

Bannað er með lögum að hafa áfengi um hönd á íþróttaleikvöngum í Serbíu. Er það gert til að koma í veg fyrir ofbeldisverk í tengslum við íþróttaviðburði.  

Tadic bar fyrir dómi, að hann hefði ekki vitað um þetta bann og því sagðist hann axla ábyrgð á broti sínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup