Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu. Þar kemur fram að Friðrik Ómar og forstöðumaður Fíladelfíu Vörður Leví hafi átt fund saman í lok nóvember og skilið sáttir. Þeir hafi ætlað að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu en ekki náð sátt um orðalag yfirlýsingarinnar.