Gatorade losar sig við Tiger Woods

Tiger Woods hefur átt undir högg að sækja að undanförnu.
Tiger Woods hefur átt undir högg að sækja að undanförnu. Reuters

Drykkjarframleiðandinn Gatorade ætlar að hætta að styðja við bakið á bandaríska kylfingnum Tiger Woods. Talsmenn Gatorade segja að ákvörðunin tengist ekki þeim vandræðum sem Woods eigi í einkalífi sínu.

PepsiCo, sem á Gatorade, segir að ákvörðunin hafi verið tekin fyrir nokkrum mánuðum. Þetta kemur fram á vef breska útvarpsins.

Woods, sem hefur unnið fjölmörg stórmót í golfi, lenti í árekstri fyrir framan heimili sitt 27. nóvember sl. Síðan þá hafa margar konur haldið því fram að Woods hafi sængað hjá þeim.

Þá hafa einnig borist fréttir af því að búið sé að fjarlægja allar auglýsingar með Tiger Woods, sem hafa verið sýndar á besta tíma í bandarísku sjónvarpi og á kapalstöðvum.

Skv. upplýsingum frá bandaríska markaðsfyrirtækinu Nielsen hefur ekki sést auglýsing með Woods á besta tíma í sjónvarpi síðan 29. nóvember sl. Um er að ræða 30 sekúndna langa Gillette-auglýsingu. Talsmaður Nielsen segir að auglýsingin hafi verið sýnd átta sinnum í nóvember.

Heildarverðmæti Woods, sem er 33 ára, er sagt vera rúmur milljarður dala. Hann er fyrsta íþróttastjarnan sem er metin svo hátt.

Nike er stærsti styrktaraðili kylfingsins og hefur stutt hann frá upphafi, en Woods undirritaði fyrsta samning sinn við fyrirtækið árið 1996.

Hann gerði fimm ára samkomulag við Gatorade árið 2007, en verðmæti samningsins eru sögð nema um 100 milljónir dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar