Biður konu Tigers afsökunar

Jamiee Grubbs.
Jamiee Grubbs. Reuters

Jamiee Grubbs, 24 ára gamall þjónn sem segist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn Tiger Woods í tæp þrjú ár, bað í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi Elin Nordegren, eiginkonu Tigers, afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldu henni hugarangri og sárindum.  

Grubbs hefur sagt, að þau Woods hafi átt 20 ástarfundi á undanförnum árum, þann síðasta í október. Hún sagði í viðtalinu við sjónvarpsstöðina Extra, að það hafi komið henni í opna skjöldu að frétta nú af því, að Tiger hafi verið með fleiri konum á þessu tímabili. 

Hún sagðist ekki hafa verið með Woods af yfirborðskenndum ástæðum og að hún hafi ekki gert það til að særa eiginkonu hans. Hún sagðist ekki vera viss um hvað hún gerði ef Woods og Nordegren skilja. 

„Ég myndi ekki segja að ég færi aldrei til hans aftur," sagði hún. „Ég myndi örugglega eiga við hann samskipti hvort sem við yrðum vinir eða eitthvað annað. En ég mun aldrei tengjast honum tilfinningalega á sama hátt."  

Hún bætti við að hún hefði lært af þessu máli. „Ef ég hefði ekki látið tilfinningarnar ráða hefði ég sennilega hugsað um hvaða áhrif þetta myndi hafa á fjölskyldu mína og líf mitt og alla sem þessu tengjast," sagði hún.  

SMS til Uchitel birt

Tímaritið InTouch birti í gærkvöldi SMS textaskilaboð sem Tiger Woods var sagður hafa sent Rachel Uchitel, 33 ára gömlum starfsmanni næturklúbbs í New York en þau eru sögð hafa átt í ástarsambandi undanfarna mánuði. Fullyrt er að upp úr hafi soðið milli Woods og Nordegren fyrir hálfum mánuði þegar Nordegren stóð Woods að því að senda  Uchitel SMS.

Í SMS boðunum sem InTouch birtir segist Woods loks hafa fundið einhvern sem hann nái sambandi við.  Hann virðist þó um tíma hafa fengið efasemdir um samband þeirra Uchitel og lýsir efasemdum um að hann þekki hana í raun. 

Uchitel er nokkuð þekkt andlit í samkvæmislífi New York borgar. Hún var um aldamótin trúlofuð kaupsýslumanni en hann lét lífið í hryðjuverkaárásunum á New York í september 2001.

Nektarmyndir af Woods? 

Mál Woods tók enn nýja stefnu í gærkvöldi þegar tímaritið Playgirl, sem sérhæfir sig í að birta myndir af nöktum karlmönnum, sagðist hafa fengið í hendur nektarmyndir sem virðist vera af Woods.  Segist blaðið ætla að birta þær fái það staðfestingu á uppruna þeirra.

Talsmaður blaðsins segir að lögmenn þess séu að fara yfir málið. Playgirl birti nýlega nektarmyndir af Levi Johnston, barnsföður dóttur Sarah Palin, sem var varaforsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á síðasta ári. 

Neytendum er sama

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort þessi hneykslismál öll muni hafa áhrif á auglýsingasamninga, sem Woods hefur gert við fyrirtæki. Í könnun, sem birt var í vikunni, sögðu 91% þeirra, sem tóku þátt, hins vegar að hliðarspor Woods skiptu þá engu máli þegar þeir tækju ákvörðun um hvort þeir ætluðu að kaupa vöru, sem Woods auglýsir, eða ekki. 

Viðtalið við Jamiee

Rachel Uchitel.
Rachel Uchitel.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar