Prófessor græðir á óförum Tigers

Mynd af Cadillac bíl Tigers Woods.
Mynd af Cadillac bíl Tigers Woods. Reuters

Enskur háskólaprófessor og rithöfundur, John Gribbin að nafni, hefur með óvæntum hætti grætt á óförum bandaríska kylfingsins Tigers Woods. 

Afar fáir hafa vitað hver Gribbin er þótt hann hafi skrifað yfir 100 bækur. En það breyttist þegar Tiger ók Cadillac jeppa sínum á brunahana og tré við heimili sitt fyrir hálfum mánuði. Á einni af myndunum, sem þjóðvegalögreglan á Flórída tók af bílnum sést ein af bókum Gribbins, Get a grip on physics, liggjandi á gólfinu fyrir framan aftursætið. Um er að ræða handbók þar sem fjallað er um undirstöðuatriðin í eðlisfræði. 

Þegar þessi mynd birtist í fjölmiðlum virðist mikill áhugi hafa vaknað á bókinni. Hún var áður í 396.224. sæti á sölulista netsölunnar Amazon.com en fór á nokkrum dögum í 2268. sæti að sögn breska blaðsins The Times.  Raunar var eftirspurnin svo mikil, að Amazon gat ekki annað henni.  

Ugluspeglar, sem hafa skoðað upplýsingar um bókina Amazon hafa ekki getað stillt sig um að tjá sig um bókina.  „Aðvörun: Þótt þessi bók  veiti innsýn í eðlisfræði borgar sig ekki að lesa hana á meðan maður ekur bíl, að minnsta kosti ekki klukkan hálf þrjú um nótt," segir einn. 

Upplýsingar um bókina á Amazon.com 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir