Hafmeyjan komin á Akranes

Haraldur Sturlaugsson,
Haraldur Sturlaugsson, mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur Sturlaugsson á Akranesi keypti í gær styttuna Hafmeyjuna eftir Nínu Sæmundsson, sem reynt var að selja á uppboði Gallerís Foldar í fyrrakvöld. Ekki fékkst viðunandi lágmarksboð í verkið á uppboðinu og keypti Haraldur styttuna af innflytjanda hennar í dag. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Hafmeyjunni hefur nú verið komið fyrir á stalli á sýningunni Íþróttir í 100 ár sem opnuð var á Akranesi í síðustu viku.

„Þar sem þessi fræga stytta virtist vera orðin munaðarlaus rann mér það til rifja. Sér í lagi þar sem listakonan Nína Sæmundsson var Fljótshlíðingur, fædd á næsta bæ við Hlíðarenda, í Nikulásarhúsum. Ég hef alltaf verið veikur fyrir konum úr Fljótshlíðinni og Hafmeyjan er meira að segja nokkrum sentimetrum stærri en hún Ingibjörg mín,” sagði Haraldur í viðtali við fréttavefinn Skessuhorn en þess má geta að Ingibjörg Pálmadóttir eiginkona Haralds er ættuð úr Fljótshlíðinni.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson