Netverjar virðast ekki halda aftur af sér þegar þeir taka þátt í umræðum á opinberum vef bandaríska kylfingsins Tigers Woods. Þar eru Tiger ekki vandaðar kveðjurnar fyrir að eiga í ástarsambandi við konur þótt hann sé giftur og tveggja barna faðir.
„Þú ert viðbjóðslegt SVÍN! ...þú átt ekki skilið að eiga börnin þín... Þú ert tákn fyrir allt sem er að heiminum í dag. Hvernig getur þú horfst í augu við börnin þín aftur og liðið eins og góðum föður?" spyr einn.
Annar segir: „Þú hefur orðið að athlægi - enn einn hrokafullur íþróttamaður sem heldur að hann komist upp með allt... Ímynd þín var tóm svik."
Breska Sky fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að það sé óskiljanlegt að umboðsmenn Tigers, fyrirtækið International Management Group, hafi ekki yfirfarið vefinn og fjarlægt fúkyrðaflauminn af vefsvæðinu.
„Hann þarf að bera fram opinbera afsökunarbeiðni svo sárin geti farið að gróa og hann geti horft fram á veginn, annars mun þetta mál gleypa hann lifandi."