Verk Ragnars ein af uppgötvunum ársins

Ragnar Kjartansson við málaratrönurnar í Feneyjum.
Ragnar Kjartansson við málaratrönurnar í Feneyjum. mynd/Berglind Jóna Hlynsdóttir

Verk Ragnars Kjartanssonar, The End, á Feneyjatvíæringum, var nefnt þegar breska blaðið Daily Telegraph spurði kunna framámenn í listaheiminum hver væri uppgötvun ársins að þeirra mati. 

Það er Alistair Spalding, listrænn stjórnandi Sadler’s Wells leikhússins í Lundúnum, sem nefnir Ragnar þegar blaðið spyr hann um uppgötvun ársins.

„Á Feneyjatvíæringnum sá ég einkennilegt nýtt verk eftir íslenska málarann Ragnar Kjartansson. Frá upphafi tvíæringsins til loka hans málaði hann daglega nýja mynd af sama manninum, sem sat fyrir. Á meðan drukku þeir, spiluðu gamlar plötur og létu sér líða vel í þessari niðurníddu gömlu höll. Þegar ég kom þangað höfðu safnast upp margar myndir og tómar flöskur en tilfinningin var mjög sérstök," segir Spalding. 

Umfjöllun Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan