Hollywood-leikkonan Brittany Murphy lést í morgun, 32 ára að aldri. Leikkonan fékk hjartaáfall, að því er fram kemur á vefnum TMZ. Frekari upplýsingar um andlát leikkonunnar er ekki að fá að svo stöddu en hún lék á ferli sínum í fjölda vinsælla kvikmynda, m.a. Clueless.
Murphy var flutt á sjúkrahús en var úrskurðuð látin við komuna þangað. Það var kvikmyndin Clueless sem kom henni á stjörnukortið í Hollywood en af öðrum vinsælum myndum sem hún lék í á ferlinum má nefna 8 Mile og Don't Say a Word. Þá lék hún í Sin City árið 2005.