R.A.T.M. náði fyrsta sæti

R.A.T.M.
R.A.T.M. Reuters

Aðdáendur rokksveitarinnar Rage Against the Machine get nú hoppað hæð sína í loft upp af kæti því smellur þeirra „Killing in the Name Of“ frá árinu 1992 náði efsta sæti á breska lagalistanum sem Bretar kalla Jólalistann. Sveitin bar því sigurorð af X Factor-söngvaranum Joe McElderry.

Söngvari sveitarinnar, Zack De La Rocha, fagnaði þessu ákaft fyrr í kvöld á bresku útvarpsstöðinni Radio 1. Fyrsta sætinu var náð með átaki á Facebook, netverjar keyptu lagið á netinu í þúsundavís sem skilaði þessum árangri. De La Rocha sagði þetta sigur yfir gerilsneyddu poppi. Sveitin var búin að lofa ókeypis tónleikum á Bretlandi næði lagið fyrsta sæti og ætlar að standa við það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir