Skilnaðurinn verður dýr

Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári.
Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári. MIKE SEGAR

Bú­ist er við að skilnaður Tiger Woods og Elin­ar Nor­degren verði einn sá dýr­asti sem um get­ur í sögu íþrótta. Nor­degren, eig­in­kona Woods, á í viðræðum við lög­fræðinga sem sér­hæft hafa sig í skilnaðar­mál­um fólks sem á mikl­ar eign­ir. Eign­ir Woods eru metn­ar á 600 millj­ón­ir doll­ara eða yfir 75 millj­arða króna.

Woods og Nor­degren eiga tvö börn, tveggja ára og 10 mánaða. Þau eiga eft­ir að semja um hver eigi að fara með foræði yfir börn­un­um.

Ell­efu kon­ur hafa lýst því yfir op­in­ber­lega að þær hafi átt í sam­bandi við Woods. Fram­hjá­hald er ekki talið hafa áhrif á niður­stöðu samn­inga um skilnaðinn nema því aðeins að ákvæði séu um slíkt í kaup­mála sem hjón­in gera.

Woods og Nor­degren búa í Florida. Skilnaður­inn mun því fara fram sam­kvæmt lög­um Florida. Þau bjuggu reynd­ar í Kali­forn­íu fyrstu ár hjú­skap­ar­ins. Í Kali­forn­íu er byggt á því að eign­ir eigi að skipt­ast jafnt milli hjóna við skilnað.

Lög­in í Florida kveða á um að gæta skuli sann­girni við skipt­ingu eigna í skilnaðar­mál­um. Það þýðir ekki endi­lega að eign­ir skuli skipt­ast til helm­inga milli hjóna. Eft­ir því sem eign­irn­ar eru meiri þykir ólík­legt að eign­um sé skipt jafnt í slík­um mál­um.

Í Florida er horft til þess sjón­ar­miðs að sá sem afl­ar tekn­anna fái að halda þeim að stærst­um hluta. Hins veg­ar er einnig litið til þess sjón­ar­miðs að maki sem hafi búið við vel­sæld og sé van­ur ákveðnum lífs­stíl eigi rétt á að halda hon­um. 

Nor­degren hef­ur ekki lýst því yfir op­in­ber­lega að hún ætli að skilja við eig­in­mann sinn, en bú­ist er við til­kynn­ingu þessa efn­is þegar hún kem­ur úr fríi.

Horf­ur eru á að tekj­ur Woods drag­ist sam­an á næst­unni því að fyr­ir­tæki sem gert hafa aug­lýs­inga­samn­inga hafa verið að slíta samn­ing­um við hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir