Um 30 milljarðar í kassann

Leikkonan Zoe Saldana fer með stórt hlutverk í Avatar. Hér …
Leikkonan Zoe Saldana fer með stórt hlutverk í Avatar. Hér sendir hún aðdáendum koss á frumsýningu myndarinnar. Reuters

Avatar, nýjasta kvikmynd kanadíska leikstjórans James Cameron og jafnframt ein sú dýrasta sem nokkru sinni hefur verið, var mest sótta kvikmynd heims um helgina. Um 232,2 milljónir Bandaríkjadala voru greiddar í aðgangseyri, um 29,7 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar nú.

Kostnaður við gerð kvikmyndarinnar og markaðssetningu er talinn nema um 400 milljónum Bandaríkjadala, 51,1 milljarði króna. Um 73 milljónir dollara fengust í miðasölu í Bandaríkjunum en vonskuveður á austurströndinni er talið hafa dregið úr aðsókn í bíó. 


James Cameron á frumsýningu Avatar með eiginkonu sinni Suzy Amis.
James Cameron á frumsýningu Avatar með eiginkonu sinni Suzy Amis. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar