Avatar, nýjasta kvikmynd kanadíska leikstjórans James Cameron og jafnframt ein sú dýrasta sem nokkru sinni hefur verið, var mest sótta kvikmynd heims um helgina. Um 232,2 milljónir Bandaríkjadala voru greiddar í aðgangseyri, um 29,7 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar nú.
Kostnaður við gerð kvikmyndarinnar og markaðssetningu er talinn nema um 400 milljónum Bandaríkjadala, 51,1 milljarði króna. Um 73 milljónir dollara fengust í miðasölu í Bandaríkjunum en vonskuveður á austurströndinni er talið hafa dregið úr aðsókn í bíó.