Fallegasti maður í heimi

Kvennaljóminn Bruno Kettels. Myndin er tekin af Facebook-síðu hans.
Kvennaljóminn Bruno Kettels. Myndin er tekin af Facebook-síðu hans.

Bólivíumaðurinn Bruno Kettels hefur verið valinn fallegasti karl heims. Kettels er einkar umhugað um útlitið en hann kveðst verja tveimur klukkustundum á dag í æfingasalnum.

Æfingarnar koma sér vel því að keppendur þurftu að koma fram í kvöldklæðnaði, búningum og á sundskýlu.

Sjá má Kettels brosa í gegnum tárin í þessu myndskeiði á vef BBC.

Keppendurnir koma frá 28 löndum eins og rakið er í þessu eldra myndskeiði á vef BBC.

Keppendurnir eru ekki dæmdir út frá útlitinu einu saman.

Þannig segir Mohammad Chamseddine, sigurvegari í World Hunk International 2009, miklu skipta hvernig þeim takist að svara spurningum. Einnig sé tekið tillit til persónuleika, lífernis og andlegs atgervis almennt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar