Tiger og Elin aðskilin um jólin

Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári.
Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári. Reuters

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er sagður á leið í snekkju sinni til Bahamaeyja en Elin Nordegren, eiginkona hans, mun dvelja ásamt börnum þeirra hjá fjölskyldu sinni í Svíþjóð yfir jólin. 

Woods létti akkerum í Palm Beach á Flórída um helgina. Tímaritið People hafði eftir ónafngreindum vini hans að kylfingurinn væri afar óhamingjusamur og syrgði það sem hann hefði tapað. „Þetta verða einmanaleg jól hjá honum." 

Bæði People og blaðið Palm Beach Post sögðu, að ferð snekkjunnar Privacy væri heitið til Bahamaeyja.

Woods viðurkenndi nýlega að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni og að minnsta kosti 14 konur hafa komið fram opinberlega og fullyrt að þær hafi átt vingott við kylfinginn á síðustu árum.  Auglýsendur hafa lagt á flótta og Woods hefur sjálfur gert ótímabundið hlé á þátttöku í golfmótum.

People sagði, að Elin Woods muni fara með börn þeirra Tigers til Svíþjóðar um jólin. Þau Elin og Tiger giftu sig árið 2004 og eiga tvö ung börn. Vefurinn TMZ.com sagði, að Elin ætlaði ekki að skilja strax við Woods en hún væri í miklu uppnámi vegna þeirra mörgu ástarævintýra, sem eiginmaður hennar hefur átt í.   

Það sem hefur sært hana mest mun vera þriggja ára samband, sem Woods átti í við eina konu á sama tíma og Elin bar barn þeirra Woods undir belti.  

People segir, að Kultida Woods, móðir Tigers, sé sár og reið og vonsvikin yfir framkomu sonar síns.  Hún hafi miklar áhyggjur af Elin og barnabörnunum.

Vefurinn MSNBC segir, að Woods muni hugsanlega koma fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Life þann 9. janúar en vinur Woods, körfuboltaleikarinn Charles Barkley, mun stýra þeim þætti.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar