Gullbarkinn Geir Ólafsson söng í gærkvöldi fyrir fanga í fangelsinu í Kópavogi. Hann söng þar dáða dægursmelli en undirleikurinn var á segulbandi.
Að tónleikum loknum fengu allir viðstaddir rós frá Geir, sem er fyrsti listamaðurinn fyrr og síðar sem heimsækir Kópavogsfangelsið, þar sem einkum dveljast konur sem dæmdar hafa verið í refsivist.