Paris Hilton sefur hjá svíni

Paris Hilton og Doug Reinhardt hafa verið saman í heila …
Paris Hilton og Doug Reinhardt hafa verið saman í heila tíu mánuði Reuters

Samkvæmisljónið Paris Hilton og unnusti hennar til tíu mánaða, Doug Reinhardt, deila rúmi með svíni. Hilton segir í viðtali við bresku útgáfu Hello! tímaritsins að þau skötuhjú knúsist oft uppi í rúmi með nýja gæludýrinu hennar, Princess Pigelette.

„Við Doug liggjum oft uppi í rúmi og horfum á mynddiska og hún liggur þarna á milli okkar. Hún er yndisleg og ég elska hana," segir Hilton sem er mikil dýramanneskja.

Hilton, sem er 28 ára gömul, ákvað að kaupa gælusvínið þar sem hún var græn af öfund út í bróður sinn sem á sambærilegt svín.

„Litli bróðir minn keypti lítið svín þegar hann var í Las Vegas og ég fann hvernig afbrýðin blossaði upp hjá mér. Mig hefur alltaf langað í slíkt svín. Ég fór á netið og fann þessi litlu svín sem verða ekki meira en 5,4 kg fullvaxin. "

Samkvæmisljónið á þrettán gæludýr og lítur á þau eins og börnin sín, að eigin sögn en hún á engin börn enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar