Vilhjálmur prins á götunni

Vilhjálmur Bretaprins svaf á götum Lundúnaborgar til að kynnast því hvernig er að vera heimilislaus einstaklingur í borginni. Prinsinn lagðist til hvílu í svefnpoka við ruslatunnur við Blackfriar-brú í höfuðborg Bretlands í síðustu viku.

Góðgerðarsamtökin Centrepoint, sem vinna að því að aðstoða heimilislausa, sáu um skipulagninguna. Sevi Obakin, framkvæmdastjóri samtakanna, svaf einnig úti með prinsinum á heimatilbúnu rúmi. Hann segir að þeir hefðu einu sinni komist í hann krappan, en það var þegar þeir urðu næstum því fyrir götusópara.

Obakin greinir frá þessu á vef Centrepoint. „Frá mínum sjónarhóli séð þá var þetta ógnvekjandi lífsreynsla. Ekki í þægilega rúminu mínu. Úti meðal náttúruaflanna. Úti um ískalda nótt, en frostið mældist vera um fjórar gráður,“ skrifar hann.

„Það sama var uppi á teningnum hjá Vilhjálmi prins. En hann var hins vegar staðráðinn í því að gera þetta sem velunnari [Centrepoint] til að vekja athygli á þessum vanda og til að reyna að skilja örlítið betur hvað heimilislausir verða að þola nótt á eftir nótt,“ skrifar Obakin.

Fyrr á þessu ári hvatti framkvæmdastjóri Centrepoint Vilhjálm til að prófa að setja sig í spor heimilislausra í eina nótt. Obakin viðurkennir að hann hélt að Vilhjálmur myndi ekki taka áskoruninni

Vilhjálmur Bretaprins (t.h.) svaf á götunni ásamt Sevi Obakin. Mynd …
Vilhjálmur Bretaprins (t.h.) svaf á götunni ásamt Sevi Obakin. Mynd fengin af vef Centrepoint.
Vilhjálmur Bretaprins ræðir við ungmenni þegar góðgerðarsamtökin Centrepoint héldu upp …
Vilhjálmur Bretaprins ræðir við ungmenni þegar góðgerðarsamtökin Centrepoint héldu upp á 40 ára afmæli í síðustu viku. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir