Woods og Uchitel sögð halda sambandinu

Privacy, snekkja Woods.
Privacy, snekkja Woods. Reuters

Fullyrt var í gærkvöldi, að kylfingurinn Tiger Woods og Rachel Uchitel, ein kvennanna sem hann hefur verið orðaður við, haldi enn nánu sambandi þrátt fyrir yfirlýsingar Woods um að hann vilji bæta sig sem eiginmaður og faðir. Úraframleiðandinn Tag Heuer birti í gærkvöldi yfirlýsingu á vefsíðu sinni þar sem stuðningi er lýst við Tiger. 

Tag Heuer tilkynnti í byrjun vikunnar að fyrirtækið ætlaði ekki að nota myndir af Woods lengur í auglýsingum en á heimasíðu úraframleiðandans í gærkvöldi birtist tilkynning þar sem sagði: Tag Heuer stendur með Tiger Woods. Tengill var á fréttatilkynningu þar sem sagði, að auglýsingaákvörðunin hefði verið tekin til stuðnings Woods þar sem hann hefði ákveðið að taka sér hlé frá golfiðkun af persónulegum ástæðum. 

Rakvélaframleiðandinn Gillette  greip til svipaðra ráðstafana nýlega en ráðgjafarfyrirtækið Accenture lýsti því yfir að það teldi Woods ekki lengur heppilegan fulltrúa fyrirtækisins. 

Woods hefur viðurkennt opinberlega að hafa haldið fram hjá Elin Nordegren, eiginkonu sinni, sem er sögð hafa ráðið kunnan skilnaðarlögfræðing og ætli að krefjast forræðis yfir börnum þeirra tveimur, sem eru 2 ára og 10 mánaða gömul. Sérfræðingar telja að skilnaður muni kosta Woods að minnsta kosti 300 milljónir dala.

Tímaritið In Touch fullyrti í gærkvöldi, að Woods og Rachel Uchitel hefðu hist á laun í Flórída skammt frá þeim stað þar sem snekkja Woods hefur legið við festar. Fjölmiðlar á Flórída fullyrtu raunar í vikunni að Woods hefði létt akkerum og siglt til Bahamaeyja.  

Tímaritið hefur eftir ónafngreindum vini Uchitel, að þau Woods ættu enn í nánu sambandi. „Þau hafa sofið saman allan tíma frá því hneykslið kom upp," segir þessi vinur. „Þau hittust í íbúð sem hún hefur búið í á Palm Beach. Hún er brjálæðislega ástfangin í honum og hún trúir því að hann elski hana líka." 

Það var frétt í slúðurblaðinu National Enquirer um Woods og Uchitel, sem varð til þess að upp úr sauð milli Elin og Tigers. Uchitel boðaði í kjölfarið til blaðamannafundar en aflýsti honum. Var fullyrt að Woods hefði greitt henni milljón dali fyrir að þegja. 

Rachel Uchitel.
Rachel Uchitel. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka