Charlie Sheen í steininum

Charlie Sheen: Handtekinn.
Charlie Sheen: Handtekinn. mbl.is

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen eyddi jóladegi í fangaklefa eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi gegn þriðju eiginkonu sinni, Brooke Mueller.

Lögreglan handtók hinn 44 ára gamla Sheen á jóladagsmorgun eftir að hringt hafði verið í neyðarlínuna úr skíðaskála í Aspen þar sem stjarnan dvaldi. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á að flytja neinn á sjúkrahús.

Lögregla segir leikarann grunaðan um ólæti og líkamsárás. Var hann látinn laus úr fangelsi gegn 8.500 dollara tryggingu.

Charlie Sheen vakti m.a. athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Platoon en er nú þekktastur fyrir hlutverk hins yfirborðskennda piparsveins og nafna síns Charlie í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup