Jóhanna Guðrún valin besta söngkonan

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. AP

Lesendur Evróvision-vefjarins Esctoday.com völdu Jóhönnu Guðrún Jónsdóttur bestu söngkonuna í keppninni í Moskvu í maí. Fyrr í vikunni voru birtar niðustöður í vali Esctoday um bestu frammistöðu söngkonu í Moskvu og þar varð Jóhanna Guðrún í 2. sæti á eftir Patriciu Kaas frá Frakklandi.

Þá var tilkynnt í gær, að lesendur netsíðunnar völdu íslenska hópinn besta bakraddahópinn í Moskvu.

Þetta er fjórða árið í röð sem Esctoday stendur fyrir slíkri kosningu á meðal lesenda sinna. Jóhanna Guðrún hafði mikla yfirburði í kosningunni um bestu söngkonuna og fékk 33,4% atkvæða. Kaas fékk 22,7% og  Jade Ewen frá Bretlandi fékk 19,1%.

Það kom ekki á óvart að Norðmaðurinn Alexander Rybak, sem vann keppnina í Moskvu, var talinn hafa sýnt bestu frammistöðu karlsöngvara í keppninni. Eftir á að tilkynna um besta karlsöngvarann og besta lagið.

Esctoday

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir