Jóhanna Guðrún valin besta söngkonan

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. AP

Les­end­ur Evr­óvisi­on-vefjar­ins Esctoday.com völdu Jó­hönnu Guðrún Jóns­dótt­ur bestu söng­kon­una í keppn­inni í Moskvu í maí. Fyrr í vik­unni voru birt­ar niðustöður í vali Esctoday um bestu frammistöðu söng­konu í Moskvu og þar varð Jó­hanna Guðrún í 2. sæti á eft­ir Pat­riciu Kaas frá Frakklandi.

Þá var til­kynnt í gær, að les­end­ur net­síðunn­ar völdu ís­lenska hóp­inn besta bakradda­hóp­inn í Moskvu.

Þetta er fjórða árið í röð sem Esctoday stend­ur fyr­ir slíkri kosn­ingu á meðal les­enda sinna. Jó­hanna Guðrún hafði mikla yf­ir­burði í kosn­ing­unni um bestu söng­kon­una og fékk 33,4% at­kvæða. Kaas fékk 22,7% og  Jade Ewen frá Bretlandi fékk 19,1%.

Það kom ekki á óvart að Norðmaður­inn Al­ex­and­er Ry­bak, sem vann keppn­ina í Moskvu, var tal­inn hafa sýnt bestu frammistöðu karlsöngv­ara í keppn­inni. Eft­ir á að til­kynna um besta karlsöngv­ar­ann og besta lagið.

Esctoday

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú þarft að skemmta þér, og leiða hugann frá hversdeginum. Frá þínum sjónarhóli virðist úlfakreppa nokkur óleysanleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú þarft að skemmta þér, og leiða hugann frá hversdeginum. Frá þínum sjónarhóli virðist úlfakreppa nokkur óleysanleg.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir