Breski leikarinn Hugh Grant segir í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag í dag að hann dreymi um að yfirgefa Hollywood og skrifa bók. Grant, sem verður fimmtugur á árinu, hefur að undanförnu gefið út ýmsar yfirlýsingar um drauma sína og þrár þar á meðal að eignast barn.
„Ég hef heitið sjálfum mér því að þegar ég hef gert nokkrar góðar myndir og þénað nóg þá muni ég skrifa skáldsögu," segir Grant í viðtalinu. Hann staðfestir að vera hálfnaður með bókina en undanfarið ár hafi hann varla skrifað staf.
„Ég veit ekki hvort þetta er leti eða ótti um að mistakast," segir Grant. Hann vill hins vegar ekki gefa neitt upp varðandi innihald skáldsögunnar.