Lesendur Evróvision-vefjarins Esctoday.com völdu íslenska lagið Is it True? Evróvisionlag ársins. Lagið, sem Jóhanna Guðrún Jónsdóttir flutti í Moskvu í maí, fékk 23,1% atkvæða í netatkvæðagreiðslu á vefnum en norska lagið Fairytale, sem sigraði í Moskvu, fékk 19%.
Íslenska lagið var greinilega ofarlega í huga lesenda Esctoday.com því í atkvæðagreiðslu, sem fram fór fyrri hluta desember, því þeir völdu Jóhönnu Guðrúnu bestu söngkonuna og töldu frammistöðu hennar í Moskvu þá næst bestu. Þá var texti íslenska lagsins eftir þá Óskar Pál Sveinsson, Tinatin Japaridze og Chris Neil valinn besti textinn og íslenski bakraddahópurinn var einnig talinn vera bestur.