Ánægðir með áhuga Íslendinga á Himinbláma

Aðalpersónurnar í Himinbláma.
Aðalpersónurnar í Himinbláma.

Norðmenn gleðjast yfir áhuga Íslendinga á sjónvarpsþáttaröðinni Himinbláma, sem Sjónvarpið hefur sýnt á sunnudagskvöldum í vetur. Haft er eftir starfsmanni Ríkisútvarpsins á vefsíðu norska útvarpsins, að þriðjungur Íslendinga fylgist að jafnaði með þáttunum.

„Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá almenningi, segir Valgeir Vilhjálmsson, starfsmaður Ríkisútvarpsins við það norska. Hann segir að álíka margir hafi fylgst með þættinum, sem sendur var út sunnudaginn fyrir jól, og fylgdust með danska framhaldsþættinum Forbrytelsen á sínum tíma.

Fram kemur hjá Vilhjálmi, að fleiri karlar en konur horfi á þáttaröðina á Íslandi. Hann segir, að íslenska sjónvarpið sýni margar norrænar þáttaraðir, sem mælist ekki allar jafn vel fyrir en þættir á borð við Önnu Pihl, Wallander, Forbrytelsen og nú Himinblámi hafi vakið athygli.

NRK hefur eftir Hans Rossiné, ritstjóra leiklistardeildar NRK, að þetta séu mjög ánægjulegar fréttir. Hann segir, að Himinblámi hafi einnig mælst vel fyrir í Svíþjóð, þó ekki eins vel og í Noregi. Þar hafi um 600 þúsund manns að jafnaði horft á þáttinn í sumar. Yfir 1 milljón Norðmanna sá þættina að meðaltali.  Verið er að ræða við þýska sjónvarpið um að taka Himinbláma til sýninga. 

Ríkissjónvarpið er að sýna tvær fyrstu þáttaraðir Himinbláma. Búið er að taka þriðju og síðustu röðina upp og hefjast sýningar á henni í Noregi í mars. 

 Hverjum líkist þú í Himinbláma?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir