Ánægðir með áhuga Íslendinga á Himinbláma

Aðalpersónurnar í Himinbláma.
Aðalpersónurnar í Himinbláma.

Norðmenn gleðjast yfir áhuga Íslend­inga á sjón­varpsþáttaröðinni Him­in­bláma, sem Sjón­varpið hef­ur sýnt á sunnu­dags­kvöld­um í vet­ur. Haft er eft­ir starfs­manni Rík­is­út­varps­ins á vefsíðu norska út­varps­ins, að þriðjung­ur Íslend­inga fylg­ist að jafnaði með þátt­un­um.

„Við höf­um fengið mjög já­kvæð viðbrögð frá al­menn­ingi, seg­ir Val­geir Vil­hjálms­son, starfsmaður Rík­is­út­varps­ins við það norska. Hann seg­ir að álíka marg­ir hafi fylgst með þætt­in­um, sem send­ur var út sunnu­dag­inn fyr­ir jól, og fylgd­ust með danska fram­haldsþætt­in­um For­brytel­sen á sín­um tíma.

Fram kem­ur hjá Vil­hjálmi, að fleiri karl­ar en kon­ur horfi á þáttaröðina á Íslandi. Hann seg­ir, að ís­lenska sjón­varpið sýni marg­ar nor­ræn­ar þátt­araðir, sem mæl­ist ekki all­ar jafn vel fyr­ir en þætt­ir á borð við Önnu Pihl, Walland­er, For­brytel­sen og nú Him­in­blámi hafi vakið at­hygli.

NRK hef­ur eft­ir Hans Ross­iné, rit­stjóra leik­list­ar­deild­ar NRK, að þetta séu mjög ánægju­leg­ar frétt­ir. Hann seg­ir, að Him­in­blámi hafi einnig mælst vel fyr­ir í Svíþjóð, þó ekki eins vel og í Nor­egi. Þar hafi um 600 þúsund manns að jafnaði horft á þátt­inn í sum­ar. Yfir 1 millj­ón Norðmanna sá þætt­ina að meðaltali.  Verið er að ræða við þýska sjón­varpið um að taka Him­in­bláma til sýn­inga. 

Rík­is­sjón­varpið er að sýna tvær fyrstu þátt­araðir Him­in­bláma. Búið er að taka þriðju og síðustu röðina upp og hefjast sýn­ing­ar á henni í Nor­egi í mars. 

 Hverj­um lík­ist þú í Him­in­bláma?

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Njóttu þess að spjalla við félaga og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einbeittu þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Njóttu þess að spjalla við félaga og ættingja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver