Út er komin bókin Limrur fyrir landann, eftir Braga V. Bergmann, kynningarfulltrúa, kennara, fyrrverandi knattspyrnudómara og ritstjóra.
Bragi er þekktur hagyrðingur en valdar limrur úr safni hans birtast nú í fyrsta sinn á bók. Bókin er hafsjór sagna af Íslendingum til sjávar og sveita í leik og starfi og allar eru þær meitlaðar í limruformið.
Ort er um bankahrun, framhjáhald, íslenskt mál, bjartsýni, kvennafar, stjórnmál, íþróttir, lauslæti, drykkjuskap og margt fleira. Bókin fæst í helstu bókabúðum en einnig er hægt að panta hana hjá útgefanda á netfangið fremri@fremri.is.