The Rev látinn

James Owen Sullivan á forsíðu tímarits um trommuleik.
James Owen Sullivan á forsíðu tímarits um trommuleik.

James Owen Sullivan, kallaður The Rev, lést mánudaginn sl. á heimili sínu, 28 ára að aldri. Sullivan er sagður hafa látist af eðlilegum orsökum en hann var trommuleikari þungarokkssveitarinnar Avenged Sevenfold.

Hljómsveitin minntist trommarans á vefsíðu sinni í gær, sagði einn besta trommuleikara heims fallinn frá, góðvin og bróður. Sullivan og félagar stofnuðu sveitina fyrir tíu  árum og náði m.a. fjórða sæti bandaríska plötulistans árið 2007 með plötu sem bar nafn sveitarinnar.

Fyrir þremur árum birti tímaritið Revolver frétt um meinta eiturlyfjafíkn Sullivan en áður höfðu sögur borist af ólifnaði sveitarmeðlima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar