Tiger þurfti lýtaaðgerð eftir rifrildið

Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods þegar allt lék í …
Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods þegar allt lék í lyndi. MATT SULLIVAN

Tiger Woods var enn og aftur í kastljósi slúðurmiðlanna í dag eftir að bandarískur íþróttafréttamaður fullyrti að Woods hafi þurft á lýtaaðerð að halda eftir að eiginkona hans Elin Nordegren lamdi hann í andlitið með golfkylfu.

Íþróttafréttamaðurinn Furman Bisher segir kinnbein Woods hafa brotnað og litlu hafi munað að hann hafi misst framtennurnar. Þetta segir Bisher að sé hin raunverulega ástæða þess að Woods hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðan uppákoman varð, fyrir 5 vikum síðan.

Bisher skrifar um þetta á blogginu sínu og segist hafa heimildir innanbúðarmanns fyrir því hvernig atburðarásin hafi í raun og veru verið þennan örlagaríka dag á heimili Woods sem hrinti bylgju hneykslismála af stað. Einhverjir telja hinsvegar að Bisher hafi verið blekktur og „heimildirnar" séu falsar. Hvorki Woods né Nordegren hafa brugðist við fullyrðingunum.

Bisher segir Nordegren hafa slegið eiginmann sinn í andlitið með járni númer níu eftir að hún krafði hann útskýringa á textaskilaboðum frá hjákonunni Rachel Uchitel. „Á einum tímapunkti í rifrildinu snéri Tige sér undan til að líta á sjónvarpið og þegar hann sneri sér aftur við sló Elin hann í hægri hluta andlitsins með járni númer 9."

„Tiger flúði þá út úr húsinu (þess vegna var hann ekki í neinum skóm) og Elín á eftir honum sveiflandi golfkylfunni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar